Beykir, feykisterk í urriða í straumvatni, eftir Gylfa heitinn Kristjánsson, og enn sannar hún sig í Laxá.
Eftir fyrstu vaktir opnunarhollsins í Laxá er ljóst að veiðin fer vel af stað. Fiskurinn er þó mjög misvel haldinn, og hrygningarfiskurinn frá í fyrra ekki búinn að ná sér eftir ætislausan vetur. Stærsti fiskurinn var 65 sm úr Skriðuflóa, kom í morgun á Beyki. Hólkotsflói í Hamarslandi gaf fína fiska í gærkvöld. Sama má segja um Vörðuflóa þar sem fiskurinn var í góðu ásigkomulagi og tók púpu (BAB) grimmt. Hannes Júlíus sem hefur opnað Laxá nokkur undanfarin ár sagðist hafa sett í fisk á flestum veiðistöðum
en hann eins og fleiri saknað virkilegra bolta í aflanum. Það virðist sem afli hafi verið jafn dreifður um öll veiðisvæði og fluga er nú að koma upp í yndælisveðri fyrir norðan. Fiskurinn hefur æti þessa dagana og ætti að taka við sér fljótt. Að þessu sinni voru tvær konur í opnunarhollinu, báðar á vegum flugur.is! Var um það rætt að það ,,væru stelpur í húsinu"! fyrsta kvöldið en það er fátítt í opnunarhollinu fyrir norðan.
Við sýnum BAB í Flugufréttum næsta föstudag.
Já!
Ég vil vera með í lukkupottinum á hverjum föstudegi þegar dregið verður!
Kynningarmyndband hér
Smelltu hér til að skrá þig
Þeir sem ganga í netkúbbinn njóta hlunninda. Þau felast í áskrift að Flugufréttum fyrir aðeins 125 kr. á viku. Flugufréttir koma út vikulega með tölvupósti beint til viðtakenda.
Kúbbfélagar ía áskrift fá: Allar greinar á vefnum ókeypis og geta nýtt sér leitarvélina til að finna hvaðeina sem er á vefnum.
Þá njóta félagar margvíslegra tilboða, og geta notfært sér ráðgjafarþjónustu vefjarins sér að kostnaðarlausu.
Ókeypis bók þegar þú gengur í klúbbinn! Mundu að senda tölvupóst með heimilsfangi þegar þú gengur í kúbbinn svo bókin berist rétta boðleið!
Fréttabréfin bíða þín:
Þegar þú gerist áskrifandi ertu sjálfkrafa félagi í netklúbbinum og getur opnað öll fyrri fréttablöð án endurgjalds. 500 tölublöð bíða þín!