Hítarvatn opnaði 29.maí að venju og var fréttaritari flugur.is að sjálfsögðu viðstaddur. Margir veiðimenn voru mættir og góð stemning enda veðrið afskaplega milt og gott.
Mjög fallegt er við vatnið en gott að taka með sér flugnanet.
Menn voru að reita upp einn og einn hér og þar, en vatnið virðist enn ekki komið almennilega af stað.
Mynd tekin við stíflu og horft inn að hrauni.
Fréttaritari setti í nokkra urriða en þeir tóku littlar svartar pöddur, einfalt vinylribb #14-16.
Hítarvatn er um 120 km frá Reykjavík og beygt er upp afleggjara um það bil 46 km frá Borgarnesi. Leiðin upp að Hítarvatni er ægifögur og stórbrotin náttúran allsráðandi.
Nauðsynlegt er að koma við á bænum Hítardal og tilkynna sig í veiði.