Fréttaritari flugur.is heyrði í Áslaugu Jóhannesdóttur á Spóastöðum sem margir veiðimenn kannast við, enda sér hún um eftirlit með Brúará í sínu landi. Bleikjan í Brúará er víðfræg og margir fluguveiðimenn leggja leið sína þangað á hverju ári.
Áslaug sagði að vorið hefði verið ansi kalt og að bleikjan hafi að sama skapi ekki látið mikið fyrir sér fara enn sem komið er, ,,en samt eru menn öðru hvoru að ná sér í þrjár til fjórar tveggja punda, fínar bleikjur".
Mynd fengin að láni af www.agn.is