2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
15.5.2010

Verður filtsólinn bannaður?

Þessa dagana er verið að samþykkja lög í Vermont um notkun filtsóla og það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þetta er líklega það sem koma skal annar staðar innan tíðar.

Vöðluskór með filtsólum

Sú staðreynd að filtsólar draga í sig vatn og halda því, er hluti af vandanum vegna smits ýmissa baktería og sníkjudýra milli vatnasvæða. Langt í frá að vera einu sökudólgurinn en er samt sem áður talið að með því að banna notkun filtsóla megi minnka líkurnar á smiti.

Ýmsir aðilar hafa skorað á framleiðendur að hætta framleiðslu filtsóla, meðal annarra Trout Unlimited árið 2008. Vermont er ekki fyrsta ríkið í Bandaríkjunum til þess að banna notkun filtsóla. Alaska setti löggjöf sem bannar notkun frá og með árinu 2012 og Nýja Sjáland bannaði að auki alfarið þessa tegund skófatnaðar árið 2009.

Gert er ráð fyrir að önnur ríki Bandaríkjanna fylgi í kjölfar Alaska og Vermont og banni notkun filtsóla. Þó kemur skýrt fram hjá viðkomandi aðilum að þeir gera ekki ráð fyrir að bann á notkun filtsóla stöðvi alfarið smit.

Samkvæmt Trout Unlimited telja þó rannsakendur í Montana, Nýja Sjálandi og í vestur Kanada að rekja megi hluta vandans til filtsóla og að bannið geti haft jákvæð áhrif á skilning veiðimanna á smithættu.

Bannið í Nýja Sjálalandi má rekja til útbreyðslu þörungs sem heitir á íslensku Vatnaflóki (e. Didymo eða Rock snot). Í grein Ágústs Úlfars Sigurðssonar í fréttabréfi Ármanna frá í september 2009 kemur fram að Vatnaflóki er nú þegar útbreiddur á Íslandi.

Það er því spurning hvað skal velja næst þegar vöðluskór eru á innkaupalistanum!

28.11.2010

Ný stjórn Stangó

6.10.2010

Svaka partí

8.9.2010

Svaka partí

19.8.2010

Öflug laxagengd

12.8.2010

Rjúpa hvað?

5.8.2010

Fnjóskármet?

26.7.2010

Veiðivötn góð

12.7.2010

Makríll á flugu

23.6.2010

Gargandi snilld

14.6.2010

Rússnesk gyðja

4.6.2010

Trixin í Laxá

4.6.2010

Kastað til bata

30.5.2010

,,Góð tilfinning

26.5.2010

14 laxa opnun

21.5.2010

Af Brúará

20.5.2010

Fiskihundur?

15.5.2010

Héðan og þaðan

14.5.2010

Hvers vegna?

10.5.2010

Litlaá að vori

9.5.2010

Vatnsheld snilld

24.4.2010

100 pundari

21.4.2010

Fallegur urriði

10.4.2010

Búbbi vann!

14.3.2010

Vertíð í nánd!

15.1.2010

Risar og dvergar

8.1.2010

Sumarið 2010