Stofni Norður-Atlandshafslaxins hefur hnignað stórlega undanfarna áratugi og veitir ekki af hverjum nýjum liðsmanni í baráttuna fyrir vernd stofnsins. Kringum 1972-74 veiddust um 12.000 tonn af Atlandshafslaxi samtals, en veiðin var komin niður í um 1300 tonn í fyrra. Hrunið jafngildir stóráfalli á fjármálamörkuðum, og það skynja fjármálagúrúar. NASF-samtökin sem Orri Vigfússon veitir forstöðu hafa lengi verið í forystu um uppkaup neta í sjó og nú hafa þau fengið fyrrverandi seðlabankastjóra bandaríkjanna,
sem sjálfur hefur unun af fluguveiði, til að leggja lið. Vísir.is is greinir frá:
,,Volcker, sem var seðlabankastjóri Bandaríkjanna á árunum 1979 til 1987, er persónulegur vinur Orra Sigfússonar og forfallinn fluguveiðimaður. Að því er segir í tilkynningunni frá NASF hefur Volcker um árabil stutt sjóðinn í að kaupa upp netalagnir laxveiðimanna í sjó á Norður-Atlantshafi og þar með leitast við að laxinn gæti gengið í ár sínar og hrygnt.
Til að styðja NASF samþykkti Volcker nýlega að halda ræður í tveimur kvöldverðum með áhrifafólki í fjármálaheiminum í París og London."