Hvar er hún best, hvar er hún ódýrust? Nú er auðvelt að bera saman verð á vefnum, en að lokum eru það gæðin sem skera úr um hvar hagstæðast er að kaupa flugur - ef menn hnýta ekki sjálfir.
Veiðimenn hafa til þessa getað valið úr all nokkrum fjölda netverslana hér á landi, og nú bætist enn ein við, www.flugan.is (engin tengsl við www.flugur.is). Það eru hjónin Ólafur og María Anna sem lengstum eru kennd við Veiðihornið sem nú bæta enn einni gáttinni við í safnið sitt. Þau reka Veiðihornið og Sportbúðina og í tengslum við þær netverslunina www.veidihornid.is Nýja gáttin á að sérhæfa sig í flugum og smávarningi þeim tengdum. Eins og lesendur flugur.is vita eru www.veidiflugur.is á netinu (og í tengslum við þær var nýlega opnuð verslun á Kambsveginum), www.veidivorur.is má nefna líka, og www.frances.is sem er sérhæfð flugnaverslun sem starfað hefur í 10 ár. Fleiri vilja þjóna veiðimönnum, www.mokveidi.is er vefur sem starfað hefur í nokkur ár . Á facebook má sjá að nokkrir einyrkjar bjóða flugur sínar til viðbótar. Verslanir í raunheimum virðast samt blíva áfram, www.vesturrost.is , www.ellingsen.is og www.intersport.is eru dæmi um búðir sem bjóða fyrst og fremst ,,áþreifanlegan" varning á staðnum. Samkeppnin virðist því nokkuð hörð og fara harðnandi!