Stundum eiga engar upphrópanir við, hvorki vá né vei, bara þetta: 100 pund. Óskar Páll Sveinsson félagi okkar er að veiðum á Kúbu og lýsir þessu svona á FB síðu sinni: ,,Gaman var þetta, klukkutími sem gleymist seint, eftir 50 mínútur brotnaði stöngin og ég landaði honum á hjólinu (Einarsson að sjálfsögðu). Þegar við komum inn á flatirnar í dag...
..sagði gædinn notaðu bara línu 10, veðrið er svo gott, þeir eru yfirleitt minni hérna...12 er lágmark á svona skepnur" Í stuttu tölvuspjalli við flugur.is sagði Óskar Páll einfaldlega: ,,Þetta er himnarríki, ég er búinn með adrenalínið, þetta er sjónveiði dauðans".
Bara tvö orð: Til hamingju.