Á ársfundi Veiðimálastonunar á dögunum var enn vakið máls á því hve stórlaxinn íslenski er í mikilli hættu. Undir þetta tekur Dr. Jónas á www.frances.is í pósti til veiðimanna þar sem hann vekur athygli á eftirfarandi staðreyndum: ,,Áhyggjuefnið er eins og áður fækkun stórlaxa. Fyrir árin 1985 var hlutfallið oft um 50% stórlax/smálax samkvæmt gögnum Veiðimálastofnunar en er nú komið niður í 9,3% stórlax og 91,7% smálax. Verst er ástandið á Vesturlandi þar sem hlutfallið er örfá prósent af stórlaxi. Stangveiðimenn hafa tekið vel í að sleppa stórlaxi, sem er gott, því nú er hlutfallið á slepptum stórlaxi komið í 57%..." Og Dr. Jónast heldur áfram: ,,....ég hvet laxveiðimenn í framtíðinni að sleppa öllum stórlaxi því annars yrði það mikið tjón fyrir náttúrulega laxastofna á Íslandi og okkur stangaveiðimenn ef stórlaxinn hyrfi úr íslenskri náttúru." Spurningin sem flugur.is varpa yfir til yfirvalda er þessi: Ef þessi dýrategund (stórlaxinn hefur aðra arfbera en smálaxinn) er í útrýmingarhættu, hvers vegna er ekki bannað að drepa hann?