Veiðimenn þekkja hvernig ,,gróðærið" sperngdi upp verð á veiðileyfum og nú hefur skýrsla Rannsóknarnefndar birt töluna: Bankarnir þrír vörðu 700 milljónum króna á fimm ára tímabili í veiðileyfi. Samtals var risnureikningur þeirra 3 milljarðar á þessum tíma. Landsbankinn var stórtækastur á þessu sviði samkvæmt úttekt Pressunnar, þar sem segir meðal annars um árin ógleymanlegu: ,,Landsbankinn greiddi rúma 2 milljarða króna í risnukostnað á tímabilinu, þar af 750 milljónum króna á árinu 2007. Hálfur milljarður fór í að greiða fyrir boðsferðir, svipuð upphæð í gestamóttöku, 350 milljónir voru greiddar fyrir veiðiferðir og um hálfur milljarður í viðburði, íþróttaferðir og gjafir." Sjá nánar á www.pressan.is