Það er varla veiðandi á Suðurlandi í dag fyrir kulda, nema helst í Þorleifslæknum og þar eru menn í sannkölluðu moki. Við heyrðum í Stefáni Sigurðssyni kl. 11 í morgun og þá var hann og félagi hans búnir að fá eina 20, mest bleikjur og þær vænar. Innan um og var urriði og sjóbirtingur, allt hafði komið upp úr Stöðvarhylnum. Slatti af þessu er 2 kg bleikja ,,en sú stærsta var um 6 kg," segir Stefán. ,,Ummál hennar var 45 sentímetrar, eða eins og 14 punda laxi!". Þeir voru í hörkugaddi og hávaðaroki, en ylurinn í ánni reddaði málinum. Meira í Flugufréttum á morgun.