Á fundi sínum í dag, miðvikudaginn 24 mars, ákvað veiðifélag Elliðavatns að veiðin í vatninu hefjist 1. apríl, einum mánuði fyrr en venjulega.
Flugufréttir hafa beitt sér verulega í þessu máli eftir áskorun frá Geir Thorsteinssyni og segja má að fullnaðarsigur hafi unnist í málinu. Við óskum veiðimönnum til hamingju og hvetjum þá til að veiða í Elliðavatni 1. apríl næstkomandi.
Á myndinni má sjá Geir Thorsteinsson kasta flugu í Elliðavatn 1. maí árið 2008. Í ár byrjar Geir 1. apríl!