Það liggur við að við öfundum áskrifendur okkar! Þetta Trufly veiðihjól verður meðal vinnina í áskrifendahappdrætti Flugufrétta í sumar, og einn heppinn lesandi Flugufrétta mun ganga ánægður til veiða, svo mikið er víst! Þetta hjól hefur fengið frábærar viðtökur og má kynna sér það betur á heimasíðu www.arvik.is. Þetta er aðeins einn þeirra vinninga sem Árvík ætlar að senda okkur, og veiðifélögin sem standa að www.leyfi.is ætla að bæta um betur og hafa lofað fjölda veiðidaga í Hlíðarvatni í vinninga.
Þau hjá Árvík eru byrjuð að raða saman lista eins og margir aðrir sem koma við sögu, eins og sjá má af fréttaskeyti í höfuðstöðvum Árvíkur: ,,Við erum að tína saman í verðlaunapottinn ykkar. Okkur datt í hug að byrja á Truefly verðlaunahjólinu frá EFFTEX sýningunni 2009 en þar
fékk hjólið fyrstu verðlaun sem besta nýja fluguhjólið. Ef þið sláið inn Truefly í leitarglugganum á heimasíðunni (www.arvik.is ) finnið þið gripinn. Við
verðum að selja þetta hjól í verslunum í sumar".
Þau þrjú félög sem standa að www.leyfi.is munu gefa nokkra veiðidaga! Leyfi.is verður með eins og í fyrra og leggur til eftirfarandi:
Ármenn leggja til 3 stangir í 1 dag í Hlíðarvatni í Selvogi í september.
SVH legga til 3 stangir í 1 dag í Hlíðarvatni í Selvogi í september.
SVFS leggur til 2 stangir í 2 daga í Hlíðarvatni í Selvogi í september.
Dagsetningar veiðidaga verða svo ákveðnar síðar.
Einmitt! Hér má sjá lukkupottinn okkar á flugur.is eins og hann lítur út í dag.
Kynningarmyndband hér fyrir þá sem vilja kynna sér hvers konar fjölmiðill Flugufréttir eru.
Smelltu hér til að skrá þig
Þeir sem ganga í netkúbbinn njóta hlunninda. Þau felast í áskrift að Flugufréttum fyrir aðeins 125 kr. á viku. Flugufréttir koma út vikulega með tölvupósti beint til viðtakenda.
Kúbbfélagar í áskrift fá: Allar greinar á vefnum ókeypis og geta nýtt sér leitarvélina til að finna hvaðeina sem er á vefnum.
Þá njóta félagar margvíslegra tilboða, og geta notfært sér ráðgjafarþjónustu vefjarins sér að kostnaðarlausu. Plús: Þeir komast í lukkupottinn þegar dregið verður!