Klassísk sviðsmynd frá silungasvæði Vatnsdalsár: Allir niðurfrá!
Heiðar Rafn Sverrisson sendir okkur fréttakeyti fegnum Fésbókina og er ánægður með ferð í Vatnsdalsá, segir veiði hafa verið ,,þokkalega" á silungasvæði. Sérstaklega áhugavert að sjá að efra svæðið reyndist þeim félögum gjöfult: ,,Það kom mér talsvert á óvart eftir að hafa skoðað í veiðibókina hversu lítið veitt er á flugu. Ég og nokkrir félagar mínir veiðum nánast eingöngu á flugu og höfum gert undanfarin ár og veiði okkar var ekkert síðri en þeirra sem notuðu spúna og maðk og til marks um það má nefna að hollið á undan okkur var með þrjá fiska á flugu en við veiddum yfir fimmtíu á flugu og