2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
25.5.2009

Herkænn stórurriði sleppur!


Þessi fluga kom stórurriða á Þingvöllum í mikil vandræði á dögunum en að lokum varð veiðimaðurinn að játa sig sigraðan.  Urriðinn beygði tvíhendu niður að skefti í tökunni og tók síðan strikið þangað sem hann gat varið sig fyrir veiðimanninum.  Guðmundur Falk sem hélt um stöngina varð að lokum að játa ósigur en sagan í heild er hér:
Skellti mér í Þingvallavatn í næturveiði þann 20 mai og hafði hugsað mér að reyna að egna fyrir urriða í Vatnskotinu þar sem ég hafði frétt af veiði þar.
 
Mæti ég þarna um miðnættið og byrja með einhendu G-Loomis Native Run 10 fet fyrir línu 6 set á hana stuttan sökkenda og stuttan20 punda taum og á endan á þessu gylltan nobbler sem á að líkja eftir hornsíli.
 
Ekkert sá ég frá bryggjunum þarna niður við vatnið og færði mig vestar og nánar tiltekið á eyju sem er þarna um 100 metra vestur af og hafði séð þar stóran bakugga koma upp í vatnsskorpuni en sama hvað ég þandi mig og náði góðum köstum ég náði ekki út og vantaði alltaf 8 til 10 metra að ná út á blett þar sem gáran var öðruvísi og uggar komu með reglulegu millibili upp en þarna var orðið vel rökkvað enda klukkan um 2 að nóttu en hægur norðan andvari á svæðinu og hlýtt
 
Bað ég son minn að skreppa í bílinn upp á stæði og sækja fyrir mig tvihenduna og við skyldum athuga hvort ég næði út á hann með henni og var hún sett saman og allt gert klárt og á hana settur 9 feta hæg sökkvandi endi og 14feta 20 punda taumur og þar á endan var settur sérþyngdur stór dökkfjólublár nobbler og síðan byrjað að lauma út línu og þegar skothausinn var kominn fram úr 14 feta stöngini tekinn 5 falsköst til að byggja upp góða vinnslu og svo látið vaða og fór línan 35 til 40 metra út og lenti bæði sökkendi og fluga mjúlega þarna langt úti í rökkrinu á vatninu var svo talið upp að 30 í huganum og síðan strippað inn frá skefti aftur að mjöðm um 1 meter og beðið síðan í ca 3 til 5 sec og aftur strippað og hraðin aukin jafnt og þétt og stytt á milli strippa og eftir um 3 til 4 stripp er flugan nelgd og ég með talsverða línu liggjandi við fætur mér og greip því um efra grip stangarinnar og um línuna samtímis og lyfti stöng hátt í loft upp og þvílíkur þumbari stöngin sem er G-Loomis Stinger GLX og er frekar stíf var bogin niður í handfang og ég á sama tíma að reyna að vinda inn lausu línuna en þá sneri þessi bolti sér í átt að mér og fór á ógnarhraða þannig að það kom röst undan honum og beint að mér og fjöruborðinu og ég nett taugaveiklaður að rembast við að hafa undan að ná inn slakanum en allt kom fyrir ekki ca 3 metra frá mér var meira dýpi en svo að ég gæti vaðið út á það og þar var stakur stór steinn og höfðinginn gerði sér lítið fyrir og vafði línuna þeas sökkenda og taum um hann og festi sig þar.
 
Reyndi ég hvað ég gat að lempa línuna af grjótinu og enn hékk fiskurinn á fluguni og hamaðist við steinin en þetta var stórfiskur því ég sá hann greinilega en eitthvað milli 80 til 100 cm og að lokum reif hann sig af fluguni en sökkendin og taumur ásamt flugu er enn á steinium og væri ég lygari ef að ég segði að ég hafi ekki orðið smá fúll því ef að atlagan hefði heppnast átti að mynda kvikyndið og sleppa svo :) en mest var ég hissa á herkænsku Urriðans þar sem vopn mín voru í betra lagi fyrir svona bardaga en hann sá í gegnum það og sneri á mig
 
Jafnaði mig þó titölulega fljótt og var ánægður því kraftinn fékk ég að finna og að koma þarna í fyrsta skifti og setja strax í svona bolta er ekki sjálfgefið og sáttur mátti ég vera því rétt á eftir landaði ég 4 punda urriða og var ég mjög sáttur er ég skildi við vatnið og umhverfi þess :)
 
Kveðja Guðmundur Falk

31.12.2009

Áramótaannáll

25.12.2009

Fékkstu jólakort?

12.10.2009

400 fiska sumar!

2.10.2009

Stórfiskafréttir

27.9.2009

Veitt ÚR klaki!

25.9.2009

Grenlækur tómur?

11.9.2009

Rangárnar efstar

30.8.2009

Stórlax í Hrútu

10.8.2009

17 laxa skot!

5.8.2009

Loksins fiskur!

27.7.2009

Affallið gefur

27.7.2009

Stuð í Staðará

11.7.2009

Maríulax slapp!

23.6.2009

Ótrúlega sagan!

20.6.2009

Laxadagur

18.6.2009

Varmármengun

14.6.2009

Varmá????

14.6.2009

Hástökkvarar

11.6.2009

Barnavæn veiði

17.5.2009

Boltar í Grenlæk

13.5.2009

Kræfar kellur

4.5.2009

20 fiska dagur

30.4.2009

Geir og Jóhanna

22.2.2009

400 fiska sumar!

13.2.2009

Svarið hans Orra.