1.5.2009
Þokkalegt í Elliðavatni í dag
,,...það var gaman eins og venjulega" skrifar Geir Thorsteinsson á umræðuvefinn okkar um fyrstu köstin í Elliðavatn, ,,... þótt ég hefði viljað hafa veðrið sem kom kl 12:30 og stóð til rúmlega þrjú, fyrst í morgun. Vatnið mældi ég 6 gráðu heitt og svo gekk á með skúrum og smá vindhviðum. Alls voru 7 urriðar og ein bleikja tekinn í poka og einum urriða sleppt
- átti eftir að stækka örlítið. Menn voru að fá víða fisk í vatninu og ég spurði eftir því hve mörg leyfi hefðu verið seld um morgunin og þau voru eitthvað í kringum 60, þannig að það var líf þar líka." Fleiri veiðimenn segja sögur á umræðuvefnum og voru víst mishittnir á þetta allt.
flugur.is á Facebook
Umræðuvefur og smáfréttarás fyrir alla veiðimenn!
Gangið í hópinn og takið upp þráðinn.
Opin spjallrás um fluguveiðar.