22.4.2009
Fjör í Minnivallalæk
Eftir hæga byrjun og gæftaleysi fór loks allt af stað í Minnivallalæk samkvæmt leigusala, Þresti Elliðasyni. Stórskot, hvorki meira né minna: ,,Karl Olsen og félagar hittu aldeilis vel á hann í tveggja daga holli. Fengu þeir 24 fiska og
víða um á, stærstu tæplega 80 cm langa eða allt að 10 pundum, og margir á bilinu 5-7 pund! Virtist í kjölfar mikillar rigningar þar sem lofthitinn rauk upp í 12 C hafa komið mikil hreyfing á urriðann. Um tíma ,,kraumaði" öll Húsabreiðan og höfðu veiðimenn aldrei séð annað annað eins ,,show" í veiði áður að þeirra sögn, en greinilegt var að mikið af rykmýi var að klekkjast þá út þar og fiskurinn óður í fluguna.