Flugufréttir höfðu samband við Guðna og leituðu svara við þessar eilífðarspurningu um laxinn og hátterni hans í hafinu. Guðni svaraði eins og sannur vísindamaður og sagði að í þessum efnum hafi hann ekki verið að vísa í eigin rannsóknir, heldur í skýrslu Árna Ísakssonar og að eðlilegast væri að skoða hana. Fyrir tilstilli Árna fengu Flugufréttir ritgerð Árna og þar kom vel fram að það er helber bábilja að ekkert sé vitað um hvar laxinn heldur sig í hafinu. Það er vel vitað, einnig að laxinn úr ánum á Norðausturlandi sækir í annað beitarsvæði en laxinn af öðrum stöðum á landinu. Væntanlega ráða hafstraumar miklu þarna um.
Eins og sjá má á þessari mynd, þá sækir laxinn í meginatriðum á tvær ólíkar slóðir og við fjöllum um það sem vitað er. Einni, veiðistaðurinn minn er til umræðu og hann er í Grímsá! Sömuleiðis, hvað eru hesthús að gera á bökkum Elliðaánna?
Opnið klúbbsíðuna og skoðið Flugufréttir vikunnar.